Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu og er það fastur liður hjá fjölda fólks.
Þá er verið að kaupa síðustu jólagjafirnar, gera vel við sig í mat og drykk og hitta mann og annan.
Kíktu í Hörpu
Ef þú ert ein/n af þeim sem átt leið um miðbæinn á þessum síðasta degi fyrir jól mælum við með því að þú kíkir inn í Hörpu og hlýðir á fallega jólatónlist. En Íslenska Óperan býður gestum og gangandi upp á ljúfa tóna á Þorláksmessu kl.17.00 í Hörpuhorninu, hjá stóra jólatrénu.
Þar mun Kór Íslensku Óperunnar flytja hugljúfa jólatónlist undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
Hefur myndast hefð
Íslenska óperan hefur nú gert þetta í mörg ár og hefur myndast ákveðin hefð hjá mörgum sem finnst þetta koma sér í rétta jólaskapið svona rétt fyrir jól.
Tilvalin gæðastund á Þorláksmessu, enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.