Hann tók sér heila sex mánuði í það að skipuleggja hið fullkomna bónorð og það er óhætt að segja að það hafi heldur betur tekist vel hjá honum.
Þegar hinn 25 ára gamli Adam ákvað að biðja æskuástar sinnar vildi hann hafa það sérstakt og eftirminnilegt – en Adam og Mlayne hafa verið saman í sjö ár.
Hélt hún væri bara að fara í afmælisferð
Adam skipulagði afmælisferð til London á 25 ára afmælisdegi Mlayne. Hún vissi því ekki betur en að hún væri að fara með lest til London í leikhús og á hótel. Mlayne hafði því ekki hugmynd um bónorðið.
Þegar á lestarstöðina var komið áttaði Mlayne sig á því að eitthvað var í gangi en grunaði alls ekki að það væri þeirra vegna. Tónlistarmenn birtust hver af öðrum óvænt og hófu að spila og einn þeirra fékk Adam til að taka fiðlutöskuna sína fyrir sig af því hann væri orðinn svo seinn. En fiðlutaskan gegndi mikilvægu hlutverki í þessu öllu saman.
Lagið þeirra
Það var ekki fyrr en þau voru í miðri hringiðunni og tónlistarmennirnir hófu að spila lagið Just The Way You Are eftir Bruno Mars að Mlayne áttaði sig á því að þetta var fyrir hana – en hún hélt það væri bara af því hún ætti afmæli. Þetta lag hafði Adam einmitt sungið fyrir Mlayne þegar þau hittust fyrst árið 2011.
Ótrúlega fallegt og vel skipulagt „flashmob“ sem fól í sér hið fullkomna bónorð!