Þessi skoska amma hefur gert allt vitlaust í netheimum og fólk grætur af hlátri með henni.
Janice amma ákvað að lesa bók fyrir 4 mánaða gamalt barnabarn sitt sem endaði með því að hún komst varla í gegnum bókina þar sem hún stoppaði stöðugt og hló og hló.
Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og afleiðing þess er sú að bókin er nú uppseld víða – en útgefendur hafa brugðist við þessum vinsældum með því að láta prenta meira.