Notarðu hvítlaukspressuna minna og sjaldnar en þú gerðir?
Og finnst þér ekki leiðinlegt að taka utan af hvítlauknum áður en þú setur hann í pressuna?
Að taka utan af lauknum
Þetta er einmitt ástæða þess að margir horfa á hvítlaukspressuna í skúffunni og nenna hreinlega ekki að nota hana því þeir þurfa hvort eð er taka hýðið utan af lauknum og síðan þrífa pressuna – og finnst þeir þar af leiðandi ekki vera að spara neinn tíma.
Mikill misskilningur
En vissir þú að þetta er nefnilega mikill misskilningur? Sem þýðir að þú hefur verið að nota hvítlaukspressuna vitlaust.
Málið er að þú setur einfaldlega hvítlaukinn, eins og hann kemur, beint í pressuna og kreistir. Ekkert flóknara en það!
Hýðið verður eftir í pressunni og laukurinn kemur kraminn og fullkominn út úr henni.
Snilld!