Í stað þess að kaupa poka af kartöfluflögum og fá svo samviskubit yfir því að gúffa honum í sig er sniðugt að gera sínar eigin kartöfluflögur án allra aukaefna.
Hér er einföld og góð uppskrift að ofnbökuðum kartöfluflögum – hollari kostur.
Það sem þarf
3 meðalstórar kartöflur, helst rauðar
salt
nýmulinn svartur pipar
hvítlauksduft
1 til 2 msk olía
Aðferð
Hitið ofninn að 230 gráðum og setjið bökunarpappír í ofnskúffu.
Flysjið kartöflurnar.
Skerið þær í mjög þunnar sneiðar, mjög gott að nota mandolin en líka hægt að nota ostaskera.
Setjið vatn í pott og látið sjóða.
Látið kartöflurnar út í pottinn og sjóðið í 3 til 5 mínútur.
Takið upp úr pottinum og þurrkið þær vel.
Setjið kartöflurnar í stóra skál og hellið olíunni yfir.
Bætið þá öllu kryddinu út í og notið hendurnar til að þekja kartöflurnar vel með olíunni og kryddinu.
Raðið kartöflunum á ofnskúffuna og bakið í um 15 mínútur í ofninum. Gæti verið sniðugt að snúa þeim eftir svona 10 mínútur.
Þegar kartöflurnar eru orðnar gylltar og stökkar takið þær þá út og setjið á grind á meðan þær kólna.
Njótið!
Sjáið hér í myndbandinu hvernig þetta er gert