Það er enginn eins og hin 14 ára gamla Courtney Hadwin.
Courtney syngur og hreyfir sig ólíkt öllum öðrum enda fer hún fer sínar eigin leiðir og segir að fólk bara skilji sig ekki.
Þessi snillingur er þáttakandi í nýjustu þáttaröð af Americas Got Talent.
Hér tekur hún lag sem sjálfur James Brown gerði frægt, Papa’s Got A Brand New Bag, í undanúrslitum keppninnar. Og hún gerði allt vitlaust í salnum.
Henni hefur verið líkt við Janis Joplin og hefur því verið fleygt að hún sé eins og afkvæmi Alanis Morissette, James Brown, Elvis og Janis.
HÉR má síðan sjá prufuna hennar fyrir Americas Got Talent, þar sem hún hlaut gullhnappinn