Það er fátt notalegra um helgar en að skella sér í ljúffengan „brunch“ með góðum vinum, nú eða fjölskyldunni.
Hádegi á laugardegi eða sunnudegi er svo tilvalið til að slaka á yfir góðum mat og spjalli. Og svo er auðvitað líka gaman að nota hádegin um helgar til að fagna afmæli, áfanga og vináttu.
Mathúsið Garðabæ
Margir veitingastaðir bjóða í dag upp á bröns um helgar og einn af okkar uppáhalds er Mathúsið í Garðbæ.
Mathúsið er virkilega fjölskylduvænn veitingastaður og rík áhersla lögð á að koma til móts við börnin, bæði hvað varðar mat og afþreyingu og er þar að finna sérhannað krakkaherbergi með litlum bíósal. Og það sem enn betra er að þegar fjölskyldan fer í bröns á Mathúsinu helgina 21. og 22. júlí þá borða börn 12 ára og yngri frítt, en það munar heldur betur um það.
Maður nær aldrei að smakka allt
Við á Kokteil njótum þess virkilega að fara á Mathúsið um helgar en þá svigna borðin undan kræsingunum – enda nær maður aldrei að smakka allt því úrvalið er svo mikið. Það er sem sagt boðið upp á hlaðborð og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Innifalið í verðinu er mímósa eins og mann lystir, og það leiðist okkur nú aldeilis ekki enda tilheyrir mímósa góðum bröns. Þá er einnig boðið upp á djús og síðan kaffi eftir matinn ásamt girnilegu kökuhlaðborði. Það fer því enginn svangur út af Mathúsinu eftir þennan glæsilega bröns. Og það verður að segjast eins og er að það er lítil þörf á kvöldmat þann daginn.
Mathúsið sem er staðsett við Garðatorg í Garðabæ sló strax í gegn hjá Garðbæingum þegar það opnaði. Nú hefur hins vegar hróður staðarins borist víða og finnst t.d fólki úr Mosfellsbæ það lítið mál að skella sér í Garðabæinn til að fara út að borða. Enda staðurinn með eindæmum góður, einfalt að finna bílastæði og svo kostar ekkert að leggja.
Ef þú hefur engin plön um helgina mælum við heilshugar með því að skella sér í bröns í Garðabænum um helgina – það ætlum við alla vega að gera.
Það borgar sig að panta borð því brönsinn er yfirleitt þéttsetinn – en borðapantanir eru í síma 571-3775.