Það er alveg nauðsynlegt að láta minna sig á það annað slagið um hvað lífið raunverulega snýst.
Og það sem við lærum á lífsleiðinni færir okkur meiri visku og lífsánægju.
Hér eru nokkur atriði sem við áttum okkur betur á með aldrinum
Ég hef lært
Að góðir hlutir gerast hægt.
Að einn sannur vinur er allt það sem ég þarf.
Að allt tekur að lokum enda.
Að sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir að elska heitt.
Að það koma tímar þar sem okkur öllum líður eins og við séum örlítið brotin.
Að þú getur bælt niður þína villtu hlið… en hún finnur samt alltaf sína leið út.
Að ástin er ekki aðeins kossar og hjörtu – heldur svo miklu meira og flóknara.
Að eina leiðin til að finna að maður sé virkilega lifandi er sú að opna sig fyrir öðrum.
Að lífið er svo miklu meira en bara að borga reikningana og velja alltaf öruggu leiðina í lífinu.
Að brosið hefur stórkostlegan mátt.
Að maður kemst ekki langt í lífinu nema vera sinn eiginn vinur.
Að góðmennskan yfirgnæfir allt og getur margfaldað sig endalaust.
Að lífið er allt of stutt til að halda í heiftina og reiðina.
Að maður getur ekki hlaupið endalaust frá því hver maður er.
Að enginn, ekki nokkur maður, kemst hjá sársauka og því að þjást – við fáum öll okkar skerf í lífinu.
Að lífið er síður en svo auðvelt – en það er engu að síður dásamlegt.
Að hver einasti dagur sem við fáum að vakna og draga andann er tækifæri fyrir eitthvað stórkostlegt.
Að þau augnablik og þær minningar sem standa upp úr að lokum er nákvæmlega það sem virkilega skiptir máli í lífinu.