Ef þú vilt að börnunum þínum, nú eða barnabörnunum, vegni vel í lífinu þá ættirðu að skoða þetta.
Sérfræðingar telja sig geta sýnt fram á að þau börn sem alast upp við það að sinna húsverkum vegni betur í lífinu þegar þau eru fullorðin.
Þessir einstaklingar þykja betri starfsmenn þar sem þeir búa yfir hæfni bæði til að vinna að verkefnum í hópi sem og einir. Þá þykja þeir einnig líklegri til að sýna samkennd gagnvart öðrum.
Meira sjálfstraust
Samkvæmt vísindamönnum þykja börn sem sinna reglulega húsverkum betri í að fást við pirring og gremju, þau hafa víst meira sjálfstraust og eru ábyrgari en börn sem aldrei sinna húsverkum.
Svo ef þú vilt hjálpa börnunum þínum og búa í haginn fyrir þau í framtíðinni þá læturðu þau taka þátt í verkefnum heimilisins.
Já þau munu eflaust tuða og malda í móinn en þú getur bent á vísindalegar niðurstöður því til stuðnings að það geri þeim aðeins gott.