Hugsanir okkar hafa gífurleg áhrif á það hvernig okkur vegnar í lífinu.
Oft erum við sjálf okkar versti óvinur þegar við erum of gagnrýnin og ekki nógu jákvæð í eigin garð.
Nauðsynleg áminning
Geðorð Geðræktar eru svo sannarlega góð og nauðsynleg áminning um hvað hugsanir okkar hafa mikil áhrif. En þessi tíu atriði, sem virðast svo ósköp einföld, einkenna einmitt fólk sem er farsælt í lífinu.
Þetta er eitthvað sem við ættum öll að tileinka okkur alltaf – ekki bara stundum.
Aldrei er góð vísa of oft kveðin!
Og þess vegna viljum við minna á þessi tíu Geðorð Geðræktar
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
4. Lærðu af mistökum þínum.
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.