Stundum þarf að minna okkur á um hvað lífið raunverulega snýst og hvað við getum gert betur til að eiga gott líf.
Hér eru tíu blákaldar staðreyndir sem við ættum öll að þekkja því þær hjálpa okkur og vísa okkur leiðina í átt að betra lífi.
Tíu staðreyndir um lífið
1. Fyrir marga er lífið allt of stutt – svo hafðu það í huga í hvert sinn sem þú hræðist það að eldast. Þér hefur verið gefinn tími sem margir aðrir fá ekki í þessu lífi. Vertu þakklát/ur fyrir það.
2. Það gerir hvorki þér né öðrum neitt gott að lifa stöðugt í fortíðinni. Taktu góðu minningarnar og yljaðu þér við þær og lærðu af þeim slæmu. Skildu svo við fortíðina því lífið er allt of stutt til að velta sér stöðugt upp úr henni.
3. Það að þrá að vera elskaður og lifa í öryggi er ekki undir öðrum komið. Þetta er fyrst og fremst undir þér sjálfri/sjálfum komið og hafðu það hugfast.
4. Hvað kemur upp á í þínu lífi og hvað gerist hjá þér er ekki það sem öllu máli skiptir. Það sem skiptir hins vegar sköpum er hvernig þú tekur á málunum og hvort þú lærir af reynslunni og heldur áfram.
5. Að bíða eftir því að einhver biðji þig fyrirgefningar er ekki rétta leiðin til að halda áfram með líf sitt. Það er miklu betra að fyrirgefa viðkomandi þótt ekki sé nema fyrir þinn innri frið. Að kunna og að geta fyrirgefið er virkilega mikilvægt fyrir þig sjálfa/n – það er ekki þar með sagt að þú gleymir þótt þú fyrirgefir.
6. Fólk kemur og fer í lífi okkar og sumir stoppa skemur en þú kannski vilt – það er ein af staðreyndum lífsins. Þótt þú viljir halda einhverjum lengur í lífi þínu verður þú að sætta þig við að komið er endalokum ykkar sambands.
7. Sorgin er það gjald sem við greiðum fyrir ástina. Því heitar sem við elskum því erfiðari og meiri verður sorgin. Og þótt sagt sé að tíminn lækni öll sár er það kannski ekki alveg rétt – við hins vegar lærum að lifa með sorginni og ylja okkur við góðar minningar.
8. Að vera sífellt reiður og að hugsa stöðugt um hefnd gerir lítið annað en að eitra líf þitt. Það er um að gera að hefja sjálfan sig yfir slíkt og skola allri reiði og illsku í burtu – því þú átt svo miklu meira skilið.
9. Við segjum gjarnan að ekki sé öll fegurð í andliti fólgin – og það er svo dagsatt. Fegurð okkar kemur að innan og ef þú velur að finnast þú vera falleg/ur, aðlaðandi og verðug/ur þá endurspeglast það út á við. Þetta er nokkuð sem margir átta sig ekki á.
10. Það eina sem heldur aftur af þér ert þú sjálf/ur… eða ótti þinn. Ef ótti þinn og óöryggi væri tekið í burtu þá myndi líf þitt breytast til mikilla muna. Þú getur allt það sem þú vilt – svo gerðu það!