Finnst þér ostakökur góðar?
En Baileys líkjör?
Ef svo er ættirðu að prófa þessa dásamlegu ostakökubita. Eða jafnvel að gera úr þessu heila ostaköku.
Það sem þarf
Botninn
12 stk Graham hafrakexkökur
¼ bolli flórsykur
1 tsk salt
2 msk Baileys líkjör
½ bolli bráðið smjör
Fylling
450 grömm rjómaostur við stofuhita
¾ bolli flórsykur, sigtaður
½ tsk salt
½ bolli Baileys líkjör
Húðun
3 bollar dökkir súkkulaðidropar/eða dökkt súkkulaði
2 mks kókosolía
Aðferð
Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið þar til orðið fínt.
Takið maukaða kexið og setjið í skál og bætið flórsykri og salti saman við.
Blandið smjöri og Baileys saman og hellið síðan út í kexblönduna. Hrærið vel saman og látið maukaða kexið sjúga í sig vökvann.
Setjið smjörpappír í form sem er um 20 x 20 cm.
Hellið kexblöndunni í formið, jafnið út og þrýstið henni vel niður. Setjið síðan inn í frysti á meðan fyllingin er útbúin.
Setjið ostinn, flórsykur og salt í skál og hrærið saman með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan er orðin mjúk.
Bætið þá Baileys út í blönduna og hrærið saman þar til orðið kremkennt.
Smyrjið ostablöndunni síðan ofan á kexbotninn og sléttið vel.
Setjið inn í frysti í svona tvo tíma.
Bræðið súkkulaði og kókosolíu saman í örbylgjuofni, hrærið í inn á milli..
Takið ostakökuna út úr frystinum og setjið á skurðarbretti og skerið í um 2 cm bita.
Notið tvo gaffla til að dýfa ostakökubitunum í bráðið súkkulaðið og þekjið þá alla í súkkulaði.
Setjið á bökunarpappír og inn í frysti í svona tíu mínútur áður en þeir eru bornir fram.
Við sjáum nú líka alveg fyrir okkur að hægt sé að setja þetta í hringlaga form og setja súkkulaðið beint yfir ostakökuna, síðan inn í frysti og skera svo í sneiðar eða góða bita eftir á.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert