Þessi hollu súkkulaðistykki eru fullkomin til að slá á sætindaþörfina.
Þau eru full af góðum næringarefnum og eru virkilega holl – og henta þeim sem eru vegan. Þess utan þá tekur enga stund að útbúa þetta góðgæti og það geymist vel.
Það sem þarf
2 bollar hafrar
½ bolli kakóduft
1 bolli kasjúhnetusmjör, fæst í Heilsuhúsinu (en það má nota hvaða hnetusmjör sem er)
½ bolli hlynsíróp
2 msk chia fræ
2 msk flax meal (fæst t.d. í Nettó og Krónunni)
1/3 bolli dökkir súkkulaðidropar eða niðurskorið dökkt súkkulaði
vatn ef þarf
Aðferð
Setjið hafra, kakó, chia fræ og flax meal í matvinnsluvél og blandið saman þar til áferðin er orðin fíngerð.
Bætið þá sírópi og hnetusmjörinu saman við og maukið vel saman. Ef blandan er of þurr má bæta smá vatni út í til að hráefnin blandist betur saman.
Látið bökunarpappír í kökumót og takið síðan hafrablönduna og þrýstið henni vel ofan í formið.
Stráið að lokum súkkulaðinu yfir og ýtið því aðeins inn í blönduna.
Setjið formið inn í ísskáp og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur.
Að því loknu er blandan færð úr forminu og skorin í stóra bita.
Geymið í loftþéttum umbúðum í ísskáp og ættu bitarnir að geymast vel í nokkrar vikur – það má líka frysta bitana til að geyma enn lengur.
Njótið!
Sjáðu hér hvernig þetta er gert