Gelneglur hafa verið vinsælar í nokkurn tíma enda afskaplega fallegar.
Margar konur fara reglulega í þannig meðferðir á meðan aðrar vilja þó ekki fá sér slíkar neglur, þótt flottar séu, þar sem það getur valdið skemmdum á þeirra eigin nöglum, gert þær viðkvæmar og veikar.
Fara þarf varlega
Svo virðist vera sem það sé ekki eina hættan, þ.e. að það fari illa með neglurnar, því það getur víst verið hættulegt heilsunni að fá sér slíkar neglur. En dæmi eru um að gelneglur geti leitt til húðkrabbameins.
Flestir vita áhættuna af því að fara í ljósabekki og að notkun þeirra geti leitt til húðkrabbameins en fæstir hugsa út í það að fá sér gelneglur geti haft sömu afleiðingar. Ljósið sem notað er í meðferðinni gefur nefnilega frá sér útfjólubláa geisla og eins og við vitum þá getur of mikið magn af slíku valdið húðkrabbameini. Og staðreyndin er sú að það er hægt að fá húðkrabba í neglurnar.
Ef þú ferð reglulega í gelneglur er afar mikilvægt að fylgjast vel með nöglunum og öllum breytingum á þeim.
Svona getur húðkrabbamein í nögl litið út
Sagt var frá þessu í Cosmopolitan.