Þetta er svo dásamlega sniðugt myndband, en þessi spræki maður bregst illa við þegar hann áttar sig á því að hann er 98 ára gamall. En allt á góðan hátt samt- hann reyndar bölvar eins og enginn sé morgundagurinn og því hefur hann greinilega ekki gleymt.
Þegar sonur hans spyr hann hvað hann haldi að hann sé gamall giskar hann á að hann sé 79 ára. Þegar hann síðan kemst að því að hann er 18 árum eldri en það byrja blótsyrðin og harðneitar því síðan að hann sé 98 ára.
En svo veltir hann því fyrir sér hvernig hann hafi orðið svona gamall svona hratt. Já tíminn flýgur þegar það er gaman, segir sonurinn.
Hann er greinilega alveg skýr í kollinum og eftir að hafa reiknað það út að fyrst hann sé fæddur 1919 þá verði hann 100 ára á næsta ári segir hann: Ég verð þá hundgamall fjandans kall.