Eins og við segjum svo oft hér á Kokteil að þá er maður aldrei of gamall til að láta drauma sína rætast.
Hún Evelyn verður 82 ára í maí og ákvað að skella sér í prufur í Ireland´s Got Talent en hún segist hafa sungið allt sitt líf.
En Evelyn sló svo rækilega í gegn með söng sínum að hún hlaut að launum gullhnappinn og er þar af leiðandi komin sjálfkrafa í úrslit.
Evelyn söng lagið Send In The Clowns af mikilli tilfinningu og gátu dómararnir, ekki frekar en áhorfendur, haldið aftur af tárum sínum yfir túlkun hennar og einlægni ásamt fallegum söng.
Okkur finnst Evelyn algjörlega dásamleg!