Margir, ef ekki flestir, tengja tekíla við salt og sítrónu og eitthvað sem drukkið er í partýum. En í Mexíkó, þaðan sem tekíla er upprunnið, er það yfirleitt ekki drukkið á þennan máta.
Búið til úr blárri agave plöntu
Mexíkanar nota tekíla til að enda góða máltíð og þá er það einnig notað sem krydd með mat. Tekílahefðin í Mexíkó er rík enda er þetta þeirra drykkur.
Tekíla er búið til úr agave plöntu sem þekkt er sem bláa agave plantan. Til eru skemmtilegar mexíkóskar þjóðsögur, sem innfæddir í Mexíkó elska, um það hvernig agave plantan varð til.
En við sem þekkjum tekíla aðeins með salti og sítrónu og tengjum það við gott partý þekkjum ekki hina mörgu eiginleika og kosti þess. Tekíla hefur nefnilega ýmsa kosti í för með sér þegar kemur að heilsunni. Vissulega er tekíla ekki heilsudrykkur og sé of mikið drukkið af því hefur það öfug áhrif – en það á auðvtiað við um flest allt sé þess neytt í óhófi.
Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að drekka tekíla
Tekíla virkar eins og góðir meltingargerlar gera. En drykkurinn getur hjálpað til við að halda jafnvægi á bakteríum í meltingarvegi – og þá er verið að tala um góðu bakteríurnar sem bæta meltinguna og styrkja ónæmiskerfið.
Tekíla getur líka hjálpað til við þyngdina þar sem það bætir meltinguna. Þess vegna er víst gott að fá sér tekíla eftir matinn – en einnig er talið að tekílaskot fyrir matinn geti rifið meltinguna í gang. Þá inniheldur tekíla líka fáar hitaeiningar.
Tekíla styrkir ónæmiskerfið og getur því hjálpað til við að losna við flensuna.
Tekíla örvar insúlín framleiðslu líkamans. Það er því góður kostur fyrir þá sem þurfa að gæta að blóðþrýstingnum og fyrir sykursjúka.
Tekíla getur aukið virkni ákveðinna lyfja, t.d. lyfja við ristilbólgu, Crohns sjúkdómnum og iðraólga eða ristilbólgu. En tekílað hjálpar lyfjunum að komast í ristilinn áður en magasýrurnar ná að brjóta þau niður.
Tekíla hefur róandi áhrif og getur hjálpað til við að róa taugarnar og bæta svefninn. Auðvitað er ekki gott að treysta á áfengi fyrir góðan svefn en annað slagið ætti að vera í lagi.