Til allrar hamingju er til svo mikið af góðu fólki í heiminum sem er tilbúið að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Blessuð gæludýrin treysta á okkur mannfólkið að veita þeim fæðu og skjól en því miður vill það stundum bregðast.
Við hér á Kokteil dáumst alltaf jafn mikið að öllu því fólki sem vinnur hörðum höndum að því að bjarga dýrum af götunni.
Hér í myndbandinu má sjá þegar björgunarfólki tekst að bjarga hundi af götunni en talið er að tíkin hafi verið notuð til undaneldis og henni síðan hent á götuna þegar búið var að nota hana.
Takk þið góða fólk!