Á nýju ári er ávallt forvitnilegt að skoða hvað framtíðin ber í skauti sér. Og þá getur einmitt verið gaman að skoða stjörnuspár og sjá hvað stjörnurnar segja um árið framundan.
Hér er glæný stjörnuspá fyrir janúar 2018 frá hinni dásamlegu Guðfinnu Ingu eða Guffu eins og við kjósum að kalla hana.
Njótið með opnum huga!
Steingeitin – Janúar 2018
Elsku besta Steingeitin mín.
Já árið fer vel af stað en þú ert líka búin að vera að gera upp við þig ýmiss mál sem þú vilt ekki taka með þér inn í nýja árið. Gott hjá þér.
Ég sé mikið þroskatímabil fara af stað hjá þér og ég finn fyrir svo góðri orku með þér.
Þú ert að sleppa tökunum á því sem ekki þjónar neinum tilgangi lengur. Og einmitt að sleppa tökunum á því sem þér finnst erfiðast.
En jæja, Steingeitin hefur alltaf átt auðvelt með að búa til peninga og er með gott viðskiptavit og því sé ég „hagvöxt“ hjá þér. Og peningar sem skiptast niður í þrjú tímabil eða stórar upphæðir. Hmm… spennó!
Góð vina– eða fjölskyldutengsl eru áberandi hjá þér á árinu
Skóli – námskeið erlendis
Já og bara nokkrar utanlandsferðir og það með „WOW flugfélaginu“ (með fullri virðingu fyrir öðrum flugfélögum en þá heyri ég wow hátt og skýrt) og svo líka getur þetta verið tákn fyrir algjörar „wow“ ferðir á árinu. Hahaha… bara gaman hjá þér og skál fyrir því!
Mig langar að færa þér orku og tengingar við Erkiengilinn Tzaphkiel – yndisleg orka sem hefur stjörnu– og túrkís áhrif (get eiginlega ekki útskýrt litina með orðum).
Sjáðu fyrir þér hafið og slepptu fortíð þinni og það sem er að hefta þig í þínum þroska og gleði. Tzaphkiel er með þér alla leið. Áberandi er orkan hans frá 7 til 10 janúar. Svo óskaðu þér þá og vertu meðvituð/meðvitaður.
Mantraðu síðan með þér: Ég er alltaf að gera mitt besta. Ég er vernduð/verndaður.
Vatnsberinn – Janúar 2018
Elsku besti Vatnsberinn minn.
Líklega hefur síðasta ár verið fullt af alls kyns áskorunum og þú hefur heldur betur staðið þær allar af þér á þinn hátt.
Ég sé þig dreyminn þessa dagana og það má alveg. Draumarnir okkar eru eitt það fallegasta sem við eigum og þeir halda okkur oft á floti á meðan áskoranir eða verkefnin líða hjá.
Frá og með 7. janúar kemur inn til þín mikil fölgræn orka . Þetta er Erkiengillinn Jophiel sem er þinn „helgistaður“. Þarna átt þú allar þínar pælingar út af fyrir þig. Og það er bara gott. Við þurfum öll á því að halda að eiga okkar eigin griðarstað innra með okkur.
En þú stendur frammi fyrir ákvörðunum. Jamm, alltaf ákvarðanir að þér finnst. En mér finnst þetta skipta sköpum með vinnu eða íverustað. Hvernig ætlar þú að hafa þetta? Flytja eða ekki? Svo farðu inn í fölgrænu orkuna og vittu til þú færð þín svör.
• Peningar – já
• Persónulegir sigrar – já
• Ástin – já
Já-in eru markmið sem þú hefur sett þér og ég heyri já frekar en nei þegar ég varpa þessum orðum/spurningum fram.
Svo er það sólin. Ertu að fara eitthvað í sólina elsku Vatnsberi?
Mantraðu nógu oft með þér: Sólin skín bjart í hjarta mínu. Ég er sigurvegari.
Fiskarnir janúar 2018
Elsku bestu Fiskarnir mínir
Eins og með Steingeitina góðu þá sé ég mikinn vöxt hjá þér, eins og þú sért hreinlega að taka einhvern stóran kipp eða heljarstökk í janúar. Passaðu þig samt að fara ekki of geyst. En þú kannt þetta alveg og þekkir orðið þinn takt.
Sko, mér finnst ég sjá frjósemi í þessum mánuði eða fréttir á næsta leyti af litlu barni að koma í heiminn. Yndislegt!
Og svo þarftu að sýna af þér þolinmæði með ákveðið verkefni sem þú er um það bil að leysa. Þetta fer vel!
Mér finnst rótarstöðin þín ákaflega opin eða virk – svo ég sé þig bruna á skíðum eða spila tennis. Kannski ertu hreinlega að boxa. Þetta er íþrótt sem krefst mikillar einbeitingar og hraða. Svo gott hjá þér!
Jú,jú og utanlandsferð til Bandaríkjanna. Sé bara Ameríska flaggið og Trump (sé stundum furðulegustu tákn svo ekki taka þetta persónulega með Trump).
Peningar og peningavit. Framkvæmd og tiltekt í leiðinni.
Erkiengillinn Raphael sem er djúpblár á litinn og inniheldur smá rauðan lit er hér áberandi hjá þér frá og með 6. janúar og alveg næstu vikurnar.
Á þessum tíma vex næmni þín og ekki afneita eða forðast þessi skilaboð eða gjafir Guðs. Lærðu að nota þær rétt og vertu sérstaklega umburðarlynd/ur) við sjálfa/n þig.
Mantraðu nógu oft: Ég er eins og ég er með öllum mínum kostum og göllum. Ég má.
Hrúturinn – Janúar 2018
Elsku besti Hrúturinn minn.
Þú ert að hrista af þér eitthvað slen og óþarfa byrði. Þú getur ekki tekið ábyrgð á öllu og öllum. Þannig virkar bara ekki lífið. Svo farðu og hafðu gaman! Er það ekki kæri Hrútur?
En ég sé ástina í spilunum og finn þetta bara líka í orkunni í kringum Hrútinn. Eitthvað mjög fallegt með bleiku orkuna og rómantíkina hjá þér. Kannski er eitthvað í gangi þann 8. janúar? Klingir það einhverjum bjöllum hjá þér?
Mér finnst líka vera yfirmannsstaða eða stjórnunar hlutverk hjá þér? Kannski að þú verðir formaður eða eitthvað í þá áttina.
Svo eru áhugamálin, listin, íþróttir og útiveran eru hér með þér.
Heilun og góða heilsu sé ég líka. En passaðu samt bakið þitt. Sé það bara allt í einu.
Jú, jú og þú færð líka ferðalag hérna. Ég sé skóglendi með þér þar sem þú ferð.
Erkiengillin Azrael er hérna með þér í sambandi við ástina. Ef þú ert að fara í samband eða ert að opna fyrir þær tilfinningar leggðu þá traust þitt í það að allt verði í lagi. Þú finnur þetta. Það er að getað farið dýpra og náð í skottið á sjáfum sér. Ekki vera að reyna að sjá eitthvað of mikið fyrir þér eða hvernig samband eigi að vera. Komdu þér á óvart og þá gengur þetta vel. Þetta getur líka átt við fólk sem er í sambandi og er að vinna með sínar tilfinningar og betrumbæta sig. Gangi þér og ykkur vel.
Mantraðu nógu oft með þér: Ég er endalaus ást. Ég er nóg.
Með ljósi og litum ávallt,
Guffa
HÉR er spáin fyrir Nautið, Tvíburann, Krabbann og Ljónið.
Og HÉR fyrir Meyjuna, Vogina, Sporðdrekann og Bogmanninn.