Taktu æfingu á morgnana – það hefur góða kosti í för með sér fyrir líkama og sál.
Þótt þú sért týpan sem ert komin í kósý fötin á kvöldin þá er kominn tími til að fagna því að taka morguninn snemma og skella sér í ræktina. Það mun hjálpa þér að halda stundatöflunni á réttu róli varðandi ræktina.
Hér eru frábærar ástæður fyrir því að taka á því eldsnemma og svitna vel
Þú þarft ekki að finna tíma fyrir ræktina eftir vinnu.
Því við vitum öll að þú ferð ekki í ræktina eftir að hafa farið og hitt vini og vinkonur í einn drykk eftir vinnu.
Þú keyrir fitubrennsluna í gang þegar þú þarft mest á því að halda.
Að byrja daginn á að hreyfa sig keyrir brennsluna í gang sem þýðir að þú ert brenna því sem þú borðar yfir daginn, sem þýðir að brennslan er ekki í gangi á meðan þú sefur.
Þú átt auðveldara með að einbeita þér.
Líkurnar á að þú verðir trufluð/truflaður eldsnemma á morgnana eru afskaplega litlar. Hugsaðu aðeins um þetta: Það er miklu auðveldara að einbeita sér að æfingunum þegar enginn er að senda þér tölvupósta eða sms skilaboð á fimm mínútna fresti.
Það eru færri mættir…
Lesa meira HÉR