Þessar kökur baka ég fyrir hver einustu jól enda eru þetta uppáhalds súkkulaðibitakökurnar mínar.
Ég hef líklega notað þessa góðu uppskrift í meira en tuttugu ár – enda klikka þessar ekki og eru alltaf jafn góðar.
Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu uppskrift að amerískum súkkulaðibitakökum þá er þessi algjörlega málið!
Það sem þarf
1 bolli mjúkt smjör
¾ bolli sykur
¾ bolli ljós púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 ¼ bolli hveiti
1 tsk matarsóda
½ tsk salt
2 bollar Nói Siríus suðusúkkulaðidropar
Aðferð
Hitið ofninn að 190 gráðum.
Setjið smjör, sykur og vanilludropa í skál og hrærið þar til blandan er orðin ljós og létt.
Bætið þá eggjunum út í og hrærið saman.
Blandið hveiti, matarsóda og salti saman við og hrærið varlega en vel saman við smjörblönduna.
Setjið að lokum súkkulaðidropana út í og blandið þeim vel saman með sleif.
Mótið litlar kúlur og setjið á ofnskúffur klæddar bökunarpappír.
Bakið í 8 til 10 mínútur, eða þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar að lit.
Njótið!
jona@kokteill.is