Vissir þú að þegar þú situr of mikið þá er miklu algengara að þú upplifir:
- Hraðari öldrun
- Vöðvarýrnun
- Veikari bein
- Bakvandamál
- Hormónavandamál
- Minnkað blóðflæði niður í fætur
- Ofþyngd
- Hærri líkur á sykursýki (112%), hjartasjúkdómum (147%), krabbamein (29%) og dauða fyrir aldur fram (50%)
Þetta eru svakalegar tölur!
Góðu fréttirnar eru að með því að hreyfa líkamann reglulega þá minnkar þú líkurnar á dauða fyrir aldur fram um 42%- 48% ef þú ert kona og enn betri fréttir eru þær að það er aldrei of seint að byrja, ávinningurinn kemur strax fram.
Stattu upp
Í dag er talað um að of mikil kyrrseta sé í raun eins slæm og reykingar. Ef þú vinnur við tölvu allan daginn, mundu að standa upp. Bara það að standa upp í 5-10 mínútur á klukkutíma breytir öllu.
- Dansaðu í 1 mínútu eftir klukkutímasetu
- Stattu upp og labbaðu á kaffistofuna og teygðu úr þér
- Fjárfestu í skrifborði sem hægt er að hækka upp og standa við
- Gerðu nokkrar æfingar við skrifborðið eins og hnébeygjur, afturstig eða “labba á staðnum”
Ef þú situr mikið á daginn er ennþá mikilvægara fyrir þig að hreyfa líkamann reglulega, og það góða er að þú þarft ekki að eyða mörgum klst á viku í hreyfingu til þess að sjá ávinning og minnka líkur á öllu ofangreindu. Aðeins 2-4 klst á viku af meðal eða hárri álags hreyfingu er í raun töfra talan til þess að halda líkamanum sprækum.
Innri fita
Stuttar ákafar æfingar hvetja líkamann til þess að framleiða meira af vaxtarhormónum sem hjálpar til að brenna svokallaðri innri fitu (þessi hættulega sem umlykur líffærin þín). Ásamt því styður það einnig við langlífi, minnkar lýkur á sykursýki, lækkar blóðþrýsting, hjálpar við stjórnun blóðsykurs og hægir á öldrun.
Þær hjálpa líka til við að halda húðinni unglegri og stinnari, en ein rannsókn þar sem fólk á aldrinum 20-86 ára sem hafði lítið sem ekkert hreyft sig var fengið til þess að æfa í 30 mínútur 2 sinnum í viku, eftir aðeins 3 mánuði voru eldri þátttakendur með svipaða húð og þeir yngri sem voru 20-40 ára.
En hvað veldur þessu?
Þegar þú æfir þá losa vöðvar þínir svokölluð…
Lesa meira HÉR