Bakstur á marengstoppum er hluti af jólaundirbúningnum á mörgum heimilum, þar á meðal mínu.
Þetta eru þær kökur sem klárast hratt og örugglega enda dásamlegt að stinga upp í sig einum… og einum marengstoppi og finna hann bráðna á tungunni.
Piparlakkrístoppar í ár
Venjulega geri ég lakkrístoppa en í ár lá beinast við að prófa nýja Piparlakkrískurlið frá Nóa Siríus. Og það klikkaði auðvitað ekki! Með lakkrís, pipar og súkkulað – sem er auðvitað skotheld blanda.
Ef þú ert ekki nú þegar búin/n að prófa skelltu þá endilega í svona toppa. Þetta er svo auðvelt.
Ég mun samt klárlega líka skella í þessa gömlu klassísku því þeir standa svo sannarlega alltaf fyrir sínu.
Það sem þarf
3 eggjahvítur
200 gr ljós púðursykur
1 poki Piparlakkrískurl frá Nóa Siríus
150 gr Rjómasúkkulaðidropar frá Nóa Siríus eða niðurskorið Rjómasúkkulaði frá Nóa Siríus.
Aðferð
Hitið ofninn að 150 gráðum (ég nota ekki blástur því mér finnst það ekki koma eins vel út).
Áður en byrjað er gætið þess þá að hrærivélaskálin sé vel hrein og engin fita í henni.
Setjið egg og púðursykur í skálina og hrærið vel saman þar til hvolfa má skálinni án þess að deigið renni úr.
Bætið Piparlakkrískurli og Rjómasúkkulaði út í skálina og blandið mjög varlega saman.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffur.
Notið teskeiðar til að móta litlar kúlur/stóra dropa á ofnskúffurnar. Það er allt í lagi að raða þétt.
Bakið í 20 mínútur.
Takið út og færið yfir á grind og látið kólna.
Njótið!
jona@kokteill.is