Sigga Beinteins er með eindæmum góð söngkona og jólatónleikar hennar eru með þeim betri sem haldnir eru hér á landi.
En Siggu tekst á sinn einstaka hátt að skapa persónulega stemningu og kalla fram gæsahúð með framúrskarandi söng sínum. Hún nær að fylla hjörtu okkar af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með einlægni sinni, gleði og dillandi hlátri.
Þetta verða níundu jólatónleikar Siggu og þeir fjórðu sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu – en okkur á Kokteil finnst algjörlega ómissandi að fara á þessa tónleika.
Sigga og gestir
Sigga heldur tvenna tónleika í Hörpu, þeir fyrri eru föstudaginn 8. desember og seinni tónleikarnir laugardaginn 9. desember. Og það má búast við miklu eins og venjulega þegar ein besta rödd landsins hefur upp raust sína. Í ár verða gestir Siggu þeir Gissur Páll og Páll Rósinkranz, ásamt þeim Regínu Ósk og Elísabetu Ormslev.
Árlega komast færri að en vilja enda virkilega skemmtilegir tónleikar hér á ferð. Og þar sem okkur á Kokteil þykir svo vænt um lesendur okkar þá ætlum við að bjóða einhverjum heppnum með á tónleikana.
Segðu okkur hverjum þú myndir vilja bjóða með þér og við drögum einn heppinn út sem fær 2 miða í eðal sæti á tónleikana þann 8. desember.
Hverjum myndir þú bjóða með þér?
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Taggaðu þann sem þú vilt bjóða með þér.
Líkaðu við myndina/leikinn og deildu svo á veginn þinn – hafðu stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum einn heppinn út mánudagskvöldið 4. desember, en sá hinn sami hlýtur að launum 2 miða í eðal sæti.
Þetta verður skemmtilegt!