Það er ekkert sjálfgefið að þótt tveir einstaklingar hafi játað ást sína og tekið ákvörðun um að eyða ævinni saman að það fari svo.
Árekstrar, ósætti og áföll í lífinu hafa áhrif og viðbrögð við þeim geta skipt sköpum.
Hjónabandið er vinna og hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér – og því er alltaf gott að nýta sér ráðleggingar sérfræðinga.
En hvað er það sem einkennir farsælt hjónaband?
Samkvæmt nýlegum rannsóknum er besti mælikværðinn á langt og farsælt hjónaband sá að báðir aðilar sýni maka sínum góðmennsku og hafi örlæti gagnvart honum að leiðarljósi í hjónabandinu. Þetta er víst algjört lykilatriði!
Sýnir þú maka þínum tillitssemi? Eða ertu sífellt að gagnrýna hann?
Sérðu það góða í maka þínum og langar þig að gera hann hamingjusaman?
Þau hjón sem hafa þetta að leiðarljósi í daglegum samskiptum sínum eiga lengstu og farsælustu hjónaböndin að baki samkvæmt rannsókninni.
Og þakklæti
Önnur rannsókn sýnir einnig fram á að annan mikilvægan þátt í farsælu hjónabandi. En það er þakklæti. Þeir sem upplifa að makinn kunni svo sannarlega að meta þá og sýni að hann sé þakklátur fyrir að hafa viðkomandi í lífi sínu sýna hjónabandi sínu meiri skuldbindingu og eru jákvæðari gagnvart sambandinu í það heila.
Þá skiptir líka miklu máli að báðir aðilar komi að ákvarðanatöku sem varða heimilið og hjónabandið og deili heimilisverkum – en þetta eru einnig talin lykilatriði að löngu og góðu sambandi.
Niðurstaðan er því sú að viljir þú eiga farsælt hjónaband er mikilvægt að sýna makanum umburðarlyndi og skilning í stað þess að gagnrýna stöðugt. En þetta má svo heldur ekki vera einhliða.