Þegar löngun í eitthvað gott snarl eða snakk lætur á sér kræla er bæði tilvalið og skynsamlegt að skella í þessar hollu og góðu kúrbítsflögur – í stað þess að tæma heilu kartöfluflögupokana.
Þetta er ósköp einfalt og fljótlegt að útbúa.
Til að flögurnar verði sem sem stökkastar er mikilvægt að skera þær ekki of þykkar.
Það sem þarf
3 til 4 kúrbítar, skornir í sneiðar – svona hálfur cm að þykkt
3 msk ólífuolía
1 bolli Panko brauðmylsna
½ bolli Parmesan ostur, niðurrifinn
1 tsk oreganó
1 tsk hvítlauksduft
bökunarsprey
salt og pipar eftir smekk
og jógúrt til að dýfa flögunum í, ef vill
Aðferð
Hitið ofn að 230 gráðum.
Takið ofnskúffur og þekjið með álpappír og spreyið hann síðan með bökunarspreyi.
Setjið kúrbítinn í stóra skál og hellið ólífuolíu yfir, saltið og piprið síðan að smekk. Veltið kúrbítnum vel upp úr olíunni.
Takið aðra skál og blandið saman Panko brauðmylsnu, Parmesan osti, oreganó og hvítlauksdufti.
Dýfið síðan kúrbítssneiðunum ofan í ostablönduna og þekjið þær vel. Raðið sneiðunum svo í ofnskúffurnar.
Spreyið að lokum örlitlu bökunarspreyi yfir sneiðarnar til að þær verði stökkari (en það er samt ekki nauðsynlegt).
Setjið inn í ofn og bakið í 10 mínútur. Takið þá út og snúið sneiðunum og bakið aftur í 8 til 10 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit.
Takið út úr ofninum og njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is