Hvort sem sumum líkar betur eða verr þá hafa magir hafið sinn jólaundirbúning enda jólin í næsta mánuði.
Það sem okkur finnst alltaf jafn gaman að sjá fyrir jólin eru allar erlendu, og auðvitað íslensku, jólauglýsingarnar. Stór erlend fyrirtæki leggja mörg hver mikið í sínar auglýsingar svo vel takist til. Oft eru þetta litlar sögur með boðskap.
Breska stórverslunin John Lewis hefur undanfarin ár lagt mikið í sínar jólaauglýsingar og þær vakið athygli. Iðulega hafa þær verið það fallegar að sumir hafa þurft að hafa vasaklút við höndina.
Hér er þeirra auglýsing fyrir jólin 2017.