Hinn tvítugi Sam heillaði áhorfendur með útgeislun sinni, fallegri framkomu og söng í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi.
Hann heillaði líka dómarana í fyrstu umferð X Factor í Bretlandi en þegar lengra var komið höfnuðu dómararnir honum eins og sjá má hér í myndbandinu og komst hann ekki lengra.
Þessi jákvæði ungi maður og faðir lét höfnunina þó ekki taka völdin og bað um leyfi til að fá að gera eitt á sviðinu áður en hann færi. Kom hann síðan öllum á óvart með því að biðja kærustu sinnar og barnsmóður – sem að sjálfsögðu gaf honum jáyrði sitt. Þarna bræddi hann algjörlega áheyrendur í salnum sem og alla áhorfendur sem sátu í sófanum heima með gleiðtár í augum.
En hlutirnir geta breyst hratt og er gaman frá því að segja að Sam var kallaður inn í keppnina aftur og er nú einn af þremur keppendum í strákaliði X Factor. En hann tók pláss keppanda sem féll á eiturlyfjaprófi.