Flest gerum við okkur grein fyrir mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir líkamann. En hreyfingingin er þó ekki síður mikilvæg fyrir andlega heilsu og það má ekki gleymast.
En hvað er hægt að gera ef þú hefur ekki tíma til að mæta stöðugt í ræktina?
Eða ef þér hreinlega leiðist að svitna og mæta eitthvert til að taka þátt í reglulegri hreyfingu?
Þrátt fyrir góðan ásetning þá situr hreyfingin stundum á hakanum í annasömu lífi okkar. En ef eitthvað er að marka nýjustu rannsóknir þá ættu flestir ef ekki allir að geta náð sér í þá hreyfingu sem til þarf.
Hvar sem er og hvenær sem er
Rannsóknir sýna fram á að 15 mínútna ganga dag hvern geti bætt sjö árum við líf okkar. Í rannsókninni var fylgst með 69 einstaklingum frá 30 til 60 ára. Og niðurstöður hennar voru að hæfileg hreyfing á hverjum deg, t.d. ganga, hjálpaði til við að vinna gegn of hraðri öldrun. En 15 mínútna ganga er talin minnka líkurnar á ótímabæru andláti hjá fólki yfir sextugt um heil 22 prósent.
Ef og þegar þú hefur ekki tíma til að fara í ræktina þá geturðu tekið 15 mínútna göngutúr í hádeginu eða eftir kvöldmat.
Ganga er ein besta hreyfing sem völ er á og hana er hægt að stunda næstum hvar sem er og hvenær sem er.
Hér eru nokkrir kostir göngunnar
Gangan er góð fyrir geðið
Ganga hefur jákvæð áhrif á geðið og það án þess að þú takir eftir því. En dagleg ganga eykur athyglisgáfuna og sjálfstraustið.
Vitsmunaleg geta
Gangan hefur góð áhrif á vitsmunalega getu okkar en sannað þykir að sterk tengsl séu á milli göngunnar og vitsmunalegrar færni okkar.
Gangan og blóðþrýstingurinn
Rannsóknir hafa sýnt fram á að gangan getur dregið úr hættunni á of háum blóðþrýstingi.
Gangan og sykursýki
Draga má úr líkum á því að þróa með sér sykursýki með því að vera duglegur að ganga.
Gangan og líkaminn
Gangan styrkir líkamann og kemur í veg fyrir of mikið tap vöðvamassa.
Gangan getur lengt lífið
Eins og kom fram hér að ofan þá getur dagleg ganga fært okkur nokkur ár í viðbót hér á jörðinni.