Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú átt þér að vera skaltu skella þessum góða túrmerik drykk í þig – því hann gerir undur fyrir þig.
Gott að eiga í ísskápnum
Drykkinn má útbúa til að eiga tilbúinn inni í ísskáp. En það er einmitt sniðugt að útbúa þetta á sunnudegi til að eiga út vikuna. Gættu þess síðan að geyma drykkinn í glerkönnu.
Þegar þú höndlar túrmerikið skaltu líka hafa í huga að það litar út frá sér. Svo ef þú vilt flysja það borgar sig að nota hanska.
Svona er þessi stórgóði orkudrykkur gerður
Setjið 110 til 115 grömm af túrmeriki í safapressu, annað hvort flysjað eða óflysjað, og gerið túrmeriksafa.
Kreistið 2 til 3 sítrónurnar í könnu svo þið fáið ½ bolla af safa.
Blandið síðan ¼ bolla af hunangi saman við sítrónusafann.
Takið ¼ bolla af túrmerik safanum og setjið í góða könnu.
Blandið þá sítrónusafanum með hunanginu saman við. Hrærið vel saman þar til hunangið hefur alveg leystst upp og blandast saman.
Þegar síðan á að drekka drykkinn eru klakar settir í meðalstórt glas og tvær matskeiðar af safa settar út í glasið. Síðan er fyllt upp með sódavatni.
Sjáðu hér enn betur hvernig þetta er gert