Hann flissar og er afskaplega hlédrægur og feiminn – en þegar hann hefur upp raust sína og byrjar að syngja umbreytist þessi 17 ára drengur í skemmtikraft á núll einni.
En hinn 17 ára gamli Benji var afar hætt kominn þegar hann var lítill drengur. Þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall fékk hann heilahimnubólgu og segist hann tæknilega hafa dáið þegar hann var veikastur. Hann var lífgaður við. Veikindin höfðu mikil áhrif á þroska hans og talaði hann t.d. ekki fyrr en hann var orðinn fjögurra og hálfs árs. En þótt hann gæti talað þá átti fólk í erfiðleikum með að skilja hann allt þar til hann var orðinn sex ára gamall.
Í baráttu sinni við eftirköst þessara alvarlegu veikinda náði hann tengslum við tónlist og hún hjálpaði honum stórlega í því að tjá sig. En það var þó ekki fyrr en söngdívan Whitney Houston lést árið 2012 að Benji uppgötvaði fyrir alvöru ástríðu sína og hæfileika til að syngja.
Hann mætti nýlega í prufur fyrir X Factor í Bretlandi og söng sig inn í hörtu dómnefndarinnar sem hleypti honum að sjálfsgöðu áfram enda afskaplega hæfileikaríkur drengur hér á ferð.
Hér syngur Benji frumsamið lag í annarri umferð keppninnar og vekur mikla athygli áheyrenda sem standa á fætur og fagna honum með látum. Og það þarf varla að taka það fram að dómararnir hleyptu Benji áfram í næstu umferð.