Hún Mandy er fullkomið dæmi þess að maður á aldrei að gefast upp eða gefa drauma sína upp á bátinn.
Þessi ótrúlega duglega, hæfileikaríka og heyrnarlausa kona er þáttakandi í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent – en hún fékk gullna hnappinn frá Simon Cowell þegar hún mætti í prufur.
Hér er Mandy með nýtt atriði sem hún flutti í undanúrslitum í gærkvöldi og eins og í fyrri prufunni flutti hún gullfallegt frumsamið lag.
Átján ára gömul missti Mandy heyrnina vegna sjúkdóms en á þeim tíma var hún í háskóla að elta tónlistardraum sinn. Í stað þess að leggja árar í bát og gefast upp fann hún leið til að halda áfram að vinna í tónlist.
Það er eitthvað ótrúlega heillandi og fallegt við þennan flutning.
HÉR má sjá prufuna þegar Mandy hlaut gullna hnappinn.