Þeir sem elska líf sitt kunna að lifa því lifandi. Þetta fólk er búið að læra og átta sig á því hvernig þetta allt saman virkar.
Allt eru þetta samt afar einfaldir hlutir sem allir geta tileinkað sér – og við viljum meina að geri lífið betra.
Hér eru 12 atriði sem einkenna þá sem elska líf sitt
1. Hvað öðrum finnst
Þeir sem elska líf sitt láta sig litlu varða hvað öðrum finnst um þá. Hvort sem það eru góðar eða slæmar skoðanir – þá skiptir það þá ekki máli. Þetta fólk lifir lífinu eins og það vill en ekki eins og aðrir í kringum það ætlast til að það geri.
2. Að segja nei
Þessir einstaklingar eiga ekki erfitt með að segja nei þegar þeir vilja – þótt það geti stundum verið erfitt. Þeir vita að þeir bera eingöngu ábyrgð á eigin tilfinningum en ekki annara.
3. Vilja frekar vera einir
Þeir sem elska líf sitt kjósa frekar að vera einir heldur en í félagsskap sem er ekki góður fyrir þá. Þetta fólk veit að það getur verið nauðsynlegt að klippa á ákveðin sambönd og sleppa takinu hvort sem það eru gamlir vinir eða ástvinir – sérstaklega þegar ef sambandið er orðið eitrað og tekur meira en það gefur.
4. Lífið hefur sinn gang
Þessir einstaklingar leyfa lífinu að hafa sinn gang og vita að það þýðir lítið að ætla að stjórna hverju einasta smáatriði. Þeir vita að það er ekkert nema tímaeyðsla að reyna að stjórna öllu því sumu verður einfaldlega ekki breytt.
5. Elska að gefa
Þeir sem elska líf sitt leyfa orkunni að fljóta og eru ósparir á að gefa af sér í formi orku og þekkingar. Þetta fólk gefur af heilum huga hvort sem það er tími þess eða peningar og það virðist að því meira sem það gefur því meira á það.
6. Krafturinn kemur að innan
Þetta fólk veit að krafturinn kemur að innan og því sé mikilvægara að hafa stjórn á og beisla innri kraftinn heldur en að ná stjórn á öllum ytri aðstæðum.
7. Fylgja hjartanu
Fólk sem elskar líf sitt fylgir hjarta sínu og hlustar á sína innri rödd. Það veit að leiðin að hamingjusömu lífi felst í því að elta hvað hjartað segir en ekki hugurinn.
8. Óttast ekki að týnast af leið
Þessir einstaklingar skilja að lífið er vegferð og að við þurfum að ganga í gegnum breytingar og annað á lífsleiðinni til að öðlast þroska. Þess vegna óttast þeir ekki að týnast því þeir átta sig á því að það er aðeins hluti af vegferðinni.
9. Koma vel fram
Fólk sem elskar líf sitt veit að ef það gerir öðrum gott gerir það einnig þeim sjálfum gott. Þess vegna kemur þetta fólk vel fram við allt og alla, af virðingu og ást. Þetta fólk kemur fram við aðra eins og það vill að komið sé fram við sig.
10. Dást að lífinu
Þessir einstaklingar gefa sér tíma til að dást að lífinu og margbreytileika þess. Þeir horfa upp í himinn, niður á grasið og lykta af blómunum. Þeir dást að sakleysi barnanna og visku eldra fólksins – og horfa á heiminn sem ótrúlegan og magnaðan stað til að lifa í.
11. Halda ekki í hluti og fólk
Þeir eru búnir að læra að allt það sem okkur er gefið í þessu lífi, hvort sem það eru hlutir, fólk eða reynsla, er eitthvað sem okkur er fært aðeins í skamma stund. Ekkert varir að eilífu og allt rennur sitt skeið. Allt er þetta hluti af þroskaferlinu og okkur fært til að læra af.
12. Varðveita barnið í sér
Og síðast og kannski eitt það mikilvægasta; en þá vita þessir einstaklingar að lykillinn að góðu og skemmtilegu lífi er að glata ekki barninu í sér. Þess vegna leika þeir sér og dansa og syngja. Þetta fólk veit hversu mikilvægt það er að taka lífið ekki of alvarlega.
Heimildir: purposefairy