Þeir eru ótrúlega flottir og búnir að starfa saman í hljómsveitinni The Masqueraders í meira en 50 ár, en þeir eru 72, 73 og 74 ára. Og þá dreymir um að slá í gegn.
Reyndar hafa þeir fengið smjörþef af frægðinni því árið 1968 áttu þeir metsölulag – en síðan hefur ekki mikið gerst. Þrátt fyrir það hafa þeir aldrei gefið drauminn upp á bátinn og er það einmitt ástæðan fyrir því að þeir mættu í áheyrnarprufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent.
Sú ákvörðun hefur nú þegar aldeilis borgað sig því dómnefndin valdi þá úr stórum hópi áfram í undanúrslit. Og eins og sést í þessu myndbandi þá gerðu þeir allt vitlaust í fyrstu áheyrnarprufunni sinni.
Þeir eru algjörlega dásamlegir.
Ef þetta sýnir ekki og sannar að það er aldrei of seint að láta draumana rætast!