Hún Zola er alveg með taktana á hreinu og dansar hér eins og enginn sé morgundagurinn.
Þetta myndband hefur gjörsamlega slegið í gegn á netinu enda algjörlega frábært – en það kemur frá dýragarðinum í Dallas í Bandaríkjunum þar sem hún Zola býr.
Starfsmenn garðsins eru duglegir að finna eitthvað nýtt fyrir Zolu að gera á hverjum degi svo henni leiðist ekki.