Þú veist eflaust nú þegar hvað það er sem fyllir lífið af heilbrigðri hamingju og gleði (og þá veistu líka að það er ekki poki af kartöfluflögum, að lesa tölvupósta eða að sitja og slúðra).
En öll þurfum við á smá áminningu að halda reglulega. Og góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að gera þessa hluti fimm sinnum á dag né á hverjum degi til að sjá töluverða breytingu í þínu lífi.
Nokkrum sinnum í viku eða í fimm mínútur á dag geta t.d breytt miklu. Það er loforð!
Og með þetta í huga eru hér 12 hlutir sem við ættum öll að gera meira af
1. Aftengjast netinu og símanum
Slökkvum á símum, sérstaklega á kvöldmatartíma. Komið á reglu; engir símar við matarborðið. Við þurfum ekki stöðugt að vera að skrásetja líf okkar fyrir samfélagsmiðlana.
2. Eyðið tíma með hvort öðru
Að virkilega eyða tíma með hvort öðru er eina leiðin til að tengjast. Það er voða gaman að taka Skype og spjalla við ömmu eða aðra ættingja um helgar, en það er ekki það sama og að standa inn í eldhúsi með ömmu og elda og baka.
Ákveðið í sameiningu að skapa meiri tíma fyrir raunveruleg samskipti með fólkinu sem þú elskar.
3. Settu þig í fyrsta sæti
Margir eiga það til að láta egóið og feita bankareikninga taka ákvarðinir fyrir sig. Þessi hugsun: Ef við förum ekki í þessa veislu þá bjóða þau okkur örugglega ekki næst. Ef við segjum nei við þennan viðskiptavin þá gætum við misst hans viðskipti. Ef við pöntum ekki drykki og forrétti þá halda þau að við séum leiðinleg og blönk.
Tilfinningaleg og líkamleg velferð okkar endar oft í götunni. Taktu þér frí þegar þú átt inni daga til þess, drekktu vatn, borðaðu salat og segðu nei við því sem þér finnst vera rangt.
4. Hringdu í fjölskyldumeðlimi bara til að segja hæ
Mamma þín mun elska að fá að heyra frá þér og einnig systir þín. Hringdu! Ekki geyma símtöl og hringja bara ef það er eitthvað sem er að eða þegar þig vantar eitthvað.
5. Lestu alvöru bók, ekki bara þessar sem eru á tölvutæku formi
Það er svo notalegt að leggjast með góða bók upp í rúm eða sófa. Prufaðu að lykta af blaðsíðunum. Bækur eru fjársjóður af orðum sem þú getur haft í vasanum. Eyddu meiri tíma með bókum.
6. Hugsaðu áður en þú svarar
Þar sem við erum endalaust að svara sms-um, tölvupóstum og fleiru þá er vaninn orðinn svo mikill að svara þessu öllu á innan við 5 mínútum frá því það berst. Oft er betra að taka smá tíma í að svara sumum póstum og skilaboðum. Vandaðu þig!
7. Hlæðu daglega – og hlæðu meira
Fjögurra ára barn hlær um 300 sinnum á dag, manneskja á fertugsaldri hlær um það bil fjórum sinnum. Sorglegt ekki satt? Hvernig er hægt að byrja að fylla á hláturkvótann? Það er einfalt! Umkringdu þig fólki sem hefur góðan húmor og er hresst og skemmtilegt, lærðu brandara eða tvo eða kíktu á YouTube og finndu eitthvað fyndið þar til að horfa á.
8. Prufaðu að skrifa með penna eða blýanti
Prufaðu að skrifa bréf til fjölskyldunnar ef hún býr langt í burtu. Þú gætir einnig skrifað ástarbréf til elskhugans, eiginmannsins eða kærastans/kærustunnar.
9. Farðu að sofa klukkutíma fyrr en vanalega
Þegar við erum vel hvíld komum við meiru í verk og tökum skynsamlegri ákvarðanir. Tölvupóstarnir munu vera þarna þegar þú vaknar og líka Netflix. Slökktu á tölvu og sjónvarpi og sofnaðu í þögn og algjöru myrkri. Þannig hleður líkaminn sig betur.
10. Finndu tíma til að…
Lesa meira HÉR