Þessir heimagerðu hamborgarar eru brjálæðislega góðir. Og ekki er verra að hafa fullkomnar franskar með.
“Ég las einhvern tímann hjá Jamie Oliver að það geri gæfumuninn að pensla hamborgara með blöndu af sinnepi og Tabasco á meðan þeir eru grillaðir. Það hefur reynst mér vel að fylgja því sem hann segir og líkt og áður hefur hann rétt fyrir sér, hamborgararnir verða súpergóðir við þetta.
Annað sem mér þykir gott að setja á hamborgara er laukur sem hefur legið í ísköldu vatni. Við það að leggja laukinn í kalt vatn áður en hann er borinn fram verður hann svo stökkur og góður.”
Það sem þarf
Grillaðir BBQ hamborgarar (ég gerði 8 hamborgara sem voru um 150 g hver)
- 1 kg nautahakk
- 2 dl Hunt´s Orginal BBQ sauce
- salt og pipar
- 1/2 dl gult sinnep (yellow mustard, t.d. frá Hunt´s)
- Tabasco
- beikon
- cheddar ostur
Aðferð
Hrærið öllu saman og mótið 8 hamborgara (um 150 g hver).
Hrærið saman gulu sinnepi og tabasco (magn eftir smekk, ég set ca 1/4 úr teskeið).
Setjið hamborgarana á grillið og grillið beikonið samhliða.
Penslið sinnepinu yfir hamborgarana á meðan þeir grillast og þegar þið snúið þeim við.
Þegar hamborgararnir eru nánast fullgrillaðir er cheddar ostur settur yfir ásamt beikoni.
Setjið hamborgarabrauðin yfir hamborgarann (leggið lokið ofan á hamborgarann og botninn á hvolf ofan á lokið) og lokið grillinu í smá stund á meðan osturinn bráðnar og brauðið hitnar.
Takið af grilllinu og bætið á borgarann því sem hugurinn girnist, t.d. káli, lauk, tómötum.
Svava, Ljúfmeti og lekkerheit