Hún er ekki nema 9 ára en ætlar sér að verða ofurstjarna og dreymir um að verða næsta Whitney Houston.
Angelica, sem er frá Atlanta í Bandaríkjunum, mætti í prufur í nýjustu þáttaröð af America´s Got Talent á dögunum og heillaði alla upp úr skónum með stórkostlegum söng. Hún á klárlega framtíðina fyrir sér og Simon Cowell sagði hana vera stjörnu framtíðarinnar.
En það dásamlega er að hlusta á hana tala eins og lítil 9 ára stúlka – en þegar hún hefur upp raust sína til að syngja hljómar hún eins og fullorðin kona.