Þessi unga kona er skýrt dæmi þess að maður ætti aldrei að gefast upp og gefa drauma sína upp á bátinn.
Hin 29 ára gamla Mandy mætti á dögunum í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent og uppskar gullna hnappinn frá Simon Cowell. En Mandy söng frumsamið lag sem fjallar um að maður eigi alltaf að reyna í stað þess að gefast upp, og hún spilaði undir á ukulele.
Það sem gerir Mandy sérstaka er að hún er heyrnarlaus og mætti hún með táknmálstúlk með sér í prufurnar. Á sviðinu fór hún úr skónum til að finna titringinn í gólfinu við flutninginn og hún þarf að treysta sjálfri sér fullkomlega, án þess að heyra, að hún syngi hreint.
Átján ára gömul missti Mandy heyrnina vegna sjúkdóms en á þeim tíma var hún í háskóla að elta tónlistardraum sinn. Í stað þess að leggja árar í bát og gefast upp fann hún leið til að halda áfram að vinna í tónlist.
Mandy gjörsamlega bræddi Simon og alla hina dómarana með flutningnum – og mátti vart finna þurrt auga í salnum eftir á.