Ef þig hefur einhvern tímann langað í súkkulaðiköku í morgunmat en ekki viljað láta það eftir þér ættirðu kannski að endurskoða þá ákvörðun.
Fyrir heilann
Raunin er nefnilega sú, já samkvæmt vísindunum, að súkkulaði á morgnana gerir þér víst bara gott. Rannsókn sem framkvæmd var í Syracuse University í New York leiddi í ljós að súkkulaði hefur jákvæð áhrif á vitsmunalega hæfni. Og sé þess neytt reglulega getur það bætt minnið og óhlutlæga hugsun.
Þáttakendur í rannsókninni voru 968 manns á aldrinum 23 til 98 og var fylgst með mataræði þeirra. Engu var breytt í mataræðinu heldur fylgdu allir sínum daglegu venjum.
Og fyrir mitti og rass
Önnur rannsókn sem gerð var í Tel Aviv University í Ísrael sýnir líka fram á ágæti súkkulaðis og þess að borða súkkulaðiköku í morgunmát. En kökuátið er talið hafa hjálpað þáttakendum við störf sín út daginn. Þeir sem að rannsókninni standa segja niðurstöður einnig benda til þess að það að borða súkkulaðiköku reglulega geti hjálpað fólki að léttast.
Heilinn þarfnast orku strax á morgnana og líkaminn umbreytir mat í orku á mun skilvirkari og hraðari máta strax á morgnana. Það er því ólíklegra að kökusneiðin sem þú borðar á morgnana setjist á rassinn heldur en kakan sem þú borðar á kvöldin.
Léttust meira
Samkvæmt rannsókninni skiptir miklu máli að fá sér súkkulaði fyrir klukkan níu á morgnana. En þeir sem neyttu próteins og kolvetna og borðuðu morgunmat sem innihélt 600 hitaeiningar, snemma morguns, léttust meira en þeir sem borðuðu morgunmat seinna um morguninn sem innihélt aðeins 300 hitaeiningar.
Ástæðuna fyrir hinu mikla ágæti súkkulaðis má finna í andoxunarefninu flavonoids sem er í miklu magni í súkkulaði. Þetta sama efni má einnig finna í miklum mæli í rauðvíni.
Það er þá eftir allt saman kannski ástæðulaust að vera með samviskubit yfir því að langa í súkkulaðiköku árla morguns!
Heimild – tipsforhome