Næst þegar maki þinn vill ekki að kúra með þér – og hann/hún segir að það sé of heitt, hann þurfi sitt pláss eða sé ekki í stuði til að slaka á, þá skaltu sýna honum/henni þessar staðreyndir.
Sérfræðingar vilja meina að það sé meira varið í að kúra en við höldum. Það er nefnilega gott fyrir heilsuna.
Ástæða nr.1 : Það er svo gott
Að kúra losar um efnið oxytocin, en það er þekkt sem „the feel good hormone“. „Það eykur hamingjutilfinninguna“ segir geðlæknirinn Elizabeth Lombardo og höfundur bókarinnar A Happy You: Your Ultimate Prescription for Happiness.
Að kúra, faðmast og örlítið æsandi kossar losa um efni eins og oxytocin í heila, það efni býr til vellíðunartilfinningu og hamingju, Segir Dr.Reene Horowitz, kvensjúkdómalæknir. Að kúra getur einnig losað um endorfín sem er efnið sem losnar líka um þegar við höfum tekið góða æfingu eða fengið okkur súkkulaði, bætir Horowitz við. Kúr er sem sagt fullt af allskyns vellíðan.
Ástæða nr.2: Þér finnst þú kynæsandi
Það augljósasta við það að kúra er auðvitað hversu náin þú og þinn maki eruð líkamlega séð. Kúr getur leitt til ýmissa skemmtilegheita, eins og kynlífs eða afslöppunar í hlýjum faðmlögum. Enn eitt efnið sem að kúr losar um er dópamín.
„Dópamín er alveg einstakt hormón, það eykur á kynferðislega löngun“ segir Horowitz. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að kynlíf sé hollt, bæði vegna þess að það tekur á og einnig er það gott fyrir geðheilsuna.
Ástæða nr.3: Dregur úr stressi og lækkar blóðþrýsting
Catherine A.Connors sem er stressstjórnunar þjálfi minnir á hversu mikilvægt það er að eiga í góðu líkamlegu sambandi við aðra manneskju; því það dregur úr stressi. Faðmlög, kossar og fleira sem felur í sér líkamlega snertingu eykur oxytocin sem hún kallar “bondin“ hormónið. Oxytocin dregur úr blóðþrýstingi sem svo á móti dregur úr hjartasjúkdómum. Einnig hjálpar það til við kvíða og stress.
Ástæða nr.4: Það tengir konur við börn sín og maka
Samkvæmt Dr. Fran Walfish, þá er kúr afar hollt og gott fyrir fólk, augljósa ástæðan er sú að kúr skapar nánd og tilfinningaleg tengsl. Oxytocin er taugapeptíð sem er tengt barnsfæðingum og brjóstagjöf. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að þetta…
Lesa meira HÉR