Þessi 78 ára skvísa kann að skemmta sér. Í hettupeysu og sitjandi á gólfinu eins og táningur syngur hún Sylvia í karókí tækið sitt. En þetta myndband með henni hefur slegið í gegn í netheimum undanfarið.
Það er ekki bara rödd Sylviu sem hefur slegið í gegn heldur hafa margir haft á orði hversu spræk hún sé og hvernig hún getur setið svona á gólfinu með annan fótinn undir sér á þessum aldri.
Sylvia veit fátt skemmtilegra en einmitt að sitja svona á gólfinu með hundinum sínum og taka hvert kántrílagið á fætur öðru.
Okkur finnst hún alveg dásamleg!!