Bananakökur eru uppáhald margra og ekkert skrýtið þar sem þær eru yfirleitt einstaklega mjúkar og góðar.
Hér er uppskrift að bananaköku með bananasmjörskremi sem rennur ljúflega ofan í stóra sem smáa.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem skellti í þessa – en uppskriftina er hún búin að nota í mörg ár.
Það sem þarf
- 2 ½ bolli hveiti
- 2 ½ tsk lyftiduft
- ¾ tsk salt
- 1/8 tsk negull
- 1 ¼ tsk kanill
- ½ tsk múskat
- ½ bolli smjör
- 1 ¼ bolli sykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 ½ bolli marðir bananar
Aðferð
Hitið ofn í 200°.
Hrærið smjör og sykur létt.
Bætið eggjunum út í og hrærið slétt.
Hrærið þurrefnum saman við og endið á að hræra bönunum og vanilludropum í deigið.
Setjið í tvö form eða eitt skúffukökuform og bakið í 25 mínútur (stingið í kökuna með prjóni til að sjá hvort hún sé tilbúin).
Bananasmjörkrem
- ½ banani, stappaður
- ¼ bolli smjör, við stofuhita
- 3 ½ bolli flórsykur
Hrærið smjör og banana saman. Hrærið flórsykri saman við þar til réttri áferð er náð.
Skreytið, ef vill, með því sem hugurinn girnist.
Svava – Ljúfmeti og lekkerheit