Það er staðreynd að með aldrinum eigum við á hættu að hárið á höfði okkar þynnist og að hárunum fækki.
En það er ekki einungis hárið á höfðinu sem þynnist heldur líka augnhárin og augabrúnirnar. Augnhárin eru okkur konum dýrmæt enda til mikillar prýði. Þess vegna er það frekar ergilegt hvað þau þynnast með aldrinum.
Ekki veitir af
Þegar maður eldist geta falleg augnhár gert svo mikið fyrir heildarútlitið en þau bæði fríska upp á andlitið og gera augnsvæðið opnara og bjartara. Og ekki veitir af þegar maður er kominn yfir fimmtugt.
Ég er ein af þessum konum sem smátt og smátt áttaði mig á því að augnhárin mín voru ekki orðin svipur hjá sjón. Og það sem ég gerði til að reyna að bjarga því var að prófa endalaust nýja maskara til að reyna að bæta úr þessu. En það gekk ekki alveg eins vel og ég vildi því þótt maskarar geti gert margt þá dugði það bara einfaldlega ekki til.
Fór að leita nýrra leiða
Þess vegna fór ég að leita nýrra leiða og skoða aðra möguleika. Og fyrir ári síðan eftir að hafa kynnt mér málið ákvað ég að fjárfesta í RapidLash. Mér fannst ekki saka að prófa.
Pakkningar RapidLash eru eins í forminu og maskarar en með örfínum pensli í stað bursta. Og framleiðendur lofa sýnilegum árangri á fjórum vikum.
Ég byrjaði sem sagt að nota RapidLash í maí í fyrra og bar það á efri augnhárin alveg eins og ég væri að nota augnblýant. Og ég man að í fyrsta skiptið sem ég bar þetta á augnhárasvæðið þá fékk ég smá sviða og ónotatilfinningu í augun og það sama gerðist kvöldið eftir. En ég er reyndar með viðkvæm augu svo ég ákvað að halda þessu áfram og eftir tvö til þrjú skipti hvarf þetta alveg.
Á hverju kvöldi, eftir að hafa hreinsað augun, bar ég þetta á efri augnhárin – og viti menn eftir um þrjár vikur fór ég að sjá mun. Þetta gladdi mig ótrúlega mikið og ég hélt ótrauð áfram. Og með hverri vikunni urðu augnhárin þéttari, þykkari og lengri.
Ótrúlegur árangur
Eftir að hafa notað RapidLash í um hálft ár mjög reglulega fór ég að nota þetta svona þrisvar í viku og geri enn. Og mun halda því áfram því munurinn er það mikill að ég vil ekki fara tilbaka. Mér finnst líka rótin á augnhárunum verða dekkri sem gerir augnsvæðið fallegra. Hjá mér er því RapidLash orðinn staðalbúnaður. En ég er samt enn að prófa nýja maskara enda alltaf að leita að fullkomna maskaranum – og hef bara gaman af því. Því nú þarf ég ekki að treysta eingöngu á maskarann.
Ég er heppin að því leyti að vera enn með ágætis augabrúnir en ég myndi ekki hika við að prófa RapidBrow, frá sama framleiðanda, ef á þyrfti að halda. En það er í svipaðri pakkningu og er með bursta – og er borið á augabrúnir til að þykkja þær.
Því miður á enga svona fyrir og eftir mynd af mínum eigin augnhárum þar sem ég tók ekki mynd áður en ég fór að nota RapidLash, enda ætlaði ég mér ekkert að fara að fjalla um þetta. En þar sem ég er svo yfir mig ánægð með þessa vöru langar mig til að deila þessu með öðrum konum sem eru að kljást við þetta sama vandamál og hafa ekki enn prófað.
En þessi mynd hér að neðan lýsir reyndar ansi vel því sem ég hef sjálf upplifað.
RapidLash fæst í nánast öllum apótekum og snyrtistofum, Fjarðarkaup, Hagkaup, Fríhöfninni í Keflavík og um borð í vélum Icelandair.
jona@kokteill.is