Þessi hæfileikaríki 12 ára drengur frá Wales sló svo rækilega í gegn í spjallþætti Ellen DeGeneres að netheimar halda ekki vatni yfir honum.
Sungið frá því hann gat talað
Hann heitir Reuben de Maid og segist vera búinn að syngja frá því hann gat talað. En það var þegar móðir hans gaf honum karaoke-tæki sem allt fór á fullt hjá honum. En tækið segist hann hafa notað stanslaust allan sólarhringinn alla daga, systkinum sínum til mikillar armæðu.
Elskar förðun
Reuben á sér annað áhugamál fyrir utan sönginn – en hann elskar förðun og að farða sjálfan sig. Það áhugamál segir hann þó hafa valdið því að honum hafi verið strítt og hann lagður í einelti. Allt frá því hann var 8 ára gamall hefur hann legið yfir myndböndum um förðun og lært af þeim.
En þessi ástríða hans færði honum barsmíðar í gamla skólanum hans en það lagaðist þegar foreldrar hans færðu hann í annan skóla.
Hér má sjá Reuben syngja lagið And I Am Telling You úr myndinni Dreamgirls – og einnig skemmtilegt viðtal Ellenar við þennan unga flotta dreng.