Margar auglýsingar í dag eru eins og litlar sögur eða örstuttar stuttmyndir. Oftar en ekki spila þær á tilfinningarnar og hitta alveg í mark.
Þessi fallega auglýsing er ein af þeim sem kallar fram tárin – en hún er bæði hugljúf og vel gerð.
Lítil stúlka saknar pabba síns óhemju mikið en hann sinnir herþjónustu erlendis. Hann sendir henni bangsa með persónulegum skilaboðum sem stúlkan getur hlustað á aftur og aftur.
En söknuðurinn hverfur ekki…