Það er eitthvað dáleiðandi við þessa ungu hæfileikaríku stúlku. Hún er ekki nema 12 ára gömul en heillar fólk upp úr skónum með seiðmögnuðum hörpuleik og heillandi söng.
Hér er hún gestur í nýjum þætti hins stórskemmtilega sjónvarpsmanns Steve Harvey en hann fékk hina hæfileikaríku Dariu til að koma frá Rúmeníu til að koma fram í þættinum.
Það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Við erum alveg heilluð!