Þetta er nú meiri dásemdar súkkulaðikakan – og svo er hún alveg einstaklega falleg á borði.
En það sem er samt langbest við hana er hvað hún er ótrúlega einföld í framkvæmd. Það tekur í mesta lagi 10 mínútur að undirbúa hana fyrir ofninn.
Það er hún Betty Crocker vinkona okkar sem gerir þetta svona einfalt. En þessi dásemdar kaka er kölluð Súkkulaðikaka barnfóstrunnar.
Það sem þarf
1 pakka Betty Crocker Chocolate Cake Mix
1 pakka Betty Crocker Chocolate Fudge Brownie Mix
4 egg
1 ¼ bolli vatn
1 bolli matarolía
Ofan á kökuna
Betty Crocker Chocolate Fudge Icing
eða
1 bolli rjómi
340 gr dökkt súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Takið til hringlaga form (ca 22 cm) með gati í miðjunni og smyrjið með olíu, smjöri eða spreyið með bökunarspreyi.
Dreifið síðan örlitlu hveiti í formið og veltið því um allt form.
Setjið innihald beggja Betty Crocker pakkanna í skál ásamt eggjum, olíu og vatni. Athugið að fara ekki eftir leiðbeiningum á pökkunum heldur aðeins þeim sem eru í þessari uppskrift.
Hrærið varlega saman, í ca 2 mínútur, eða þar til blandan er orðin nær kekkjalaus.
Látið deigið síðan í formið og inn í ofn.
Bakið í 50 til 55 mínútur, eða þar til tannstöngull/pinni kemur hreinn upp þegar stungið er í kökuna. Ágætt að tékka á kökunni eftir svona 45 mínútur.
Þegar kakan er tilbúin takið hana þá út úr ofninum og leyfið henni að kólna í forminu í svona 10 mínútur.
Losið hana úr forminu og látið kólna alveg, í ca 30 mínútur.
Dreifið Betty Crocker Chocolate Fudge Icing yfir kökuna.
eða
hitið rjóma í potti að suðu. Takið af hitanum. Bætið síðan súkkulaðinu út í og látið það bráðna í rjómanum.
Leyfið síðan súkkulaðiblöndunni að standa í nokkrar mínútur áður en henni er hellt yfir kökuna.
Njótið!
Uppskrift – lovefoodies