Mamman er með gleðifrétt fyrir sex ára gamlan son sinn – en viðbrögð drengsins voru ekki alveg þau sem hún hafði reiknað með.
Þegar hún segir honum að hún sé ófrísk bregst hann afar illa við og spyr hana strax hvað hún hafi eiginlega verið að hugsa… og af hverju hún þurfi að koma með annað barn því hún eigi jú tvö börn fyrir. Svo leggur hann ríka áherslu á það að hún eigi tvö börn og eitt barn í viðbót sé bara of mikið.
Honum finnst bara ekki nokkur skynsemi í þessu hjá móður sinni!
Síðan klikkir hann út með því að benda á hana og spyrja hvers konar barn þetta sé. Og segir henni svo að gjöra svo vel að kaupa handa sér eyrnatappa – hann ætli ekki að hlusta á þetta væl.
Það er ekki hægt annað en að brosa að þessum unga ákveðna manni.