Það er fátt dásamlegra en börn, hundar og kettir og við þreytumst seint á því að horfa á myndbönd sem skora hátt á krúttskalanum.
Hér er einstakt samband hunds og barns – en móðir drengsins og eigand hundsins hefur kennt hundinum að leika við drenginn með kitli þegar hann grætur.
Það má svo sem alveg deila um það hvort kitl sé yfirhöfuð sniðugt en engu að síður höfum við flest fengið okkar skerf af kitli um ævina án þess að verða meint af.